Handbolti

Sjáðu frábært upphitunarmyndband FH-inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Rafnsson fagnar eftir sigur FH á Selfossi í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar fyrir fjórum árum.
Ísak Rafnsson fagnar eftir sigur FH á Selfossi í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar fyrir fjórum árum.

Öllum sem fylgja handknattleiksdeild FH á samfélagsmiðlum má ljóst vera að Hafnfirðingar eru spenntir fyrir rimmunni gegn Selfossi í átta liða úrslitum Olís-deildar karla.

FH lenti í 4. sæti Olís-deildarinnar og Selfoss í því fimmta og því liggja leiðir liðanna saman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

FH-ingar birtu afar skemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni með brotum úr fyrri viðureignum gegn Selfyssingum í úrslitakeppninni. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

FH og Selfoss mættust í úrslitum í fyrstu úrslitakeppninni, tímabilið 1991-92. FH-ingar, undir stjórn Kristjáns Arasonar, höfðu þá betur, 3-1.

Liðin mættust aftur 26 árum seinna, í undanúrslitum tímabilið 2017-18. FH vann einvígið, 3-2, eftir sigur í oddaleik í Vallaskóla á Selfossi.

Leikur FH og Selfoss hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×