Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2022 21:03 Mykines að koma inn í höfnina í Þorlákshöfn. Aðsend Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar. Já, tíminn líður hratt því nú eru komin fimm ár síðan vöruflutningaskipið Mikinesið sigldi fyrst inn í höfnina í Þorlákshöfn á vegum Smiril Line Cargo á Íslandi. Frá þeim tíma hafa tvö önnur vöruflutningaskip bæst við, Akranesi og Mistral en það er stærsta skipið. Fimm ára tímamótunum var að sjálfsögðu fagnað með köku í Þorlákshöfn. Tvö skipanna sigla frá Rotterdam vikulega og eitt þeirra frá Danmörku. „Markaðurinn hefur tekið okkur mjög vel, bæði inn og útflutningsmarkaðurinn, þannig að við höfum bara verið að svara eftirspurn,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. Hvaða farmur er aðallega að fara með þessum skipum? „Í útflutningi er þetta aðallega fiskur, mjög mikið af ferskum fiski og lax, frosinn og bara allur fiskur. Við höfum líka verið að flytja vatn, flughreyfla fyrir Icelandair, sem fara í viðgerð og koma svo til baka og síðan er það bara allur innflutningur, bara allt það sem flutt er inn,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í ljósi þess hversu vel gengur í Þorlákshöfn hefur verið ákveðið að byggja vöruhús í Þorlákshöfn við höfnina þar sem inn og útflutningur verður sameinaður í einu húsi. „Þetta eru 2.500 fermetrar og fullt af römpum því það er okkar viðskipti að vera í vögnum og geta losað beint inn og út í því húsi, þannig að þetta verður þræl stórt og flott hús.“ Svona mun nýja byggingin líta út, sem á að fara að byggja í Þorlákshöfn.Aðsend Þó Linda Björk vilji ekki segja það beint en þá stendur jafn vel að bæta fjóra skipinu við sem myndi þá flytja farþega í og úr Þorlákshöfn „Það er aldrei að vita, við erum alltaf í einhverjum pælingum, þannig að já, já, við erum með eitthvað í höfðinu,“ segir hún brosandi. Það stendur þó ekki til að Norræna fari að sigla til Þorlákshafnar, hún mun halda áfram að sigla til Seyðisfjarðar enda getur hún ekki siglt inn í höfnina í Þorlákshöfn, höfnin er of lítil fyrir það skip. Fimm árunum var fagnað með glæsilegri köku í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Skipaflutningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Já, tíminn líður hratt því nú eru komin fimm ár síðan vöruflutningaskipið Mikinesið sigldi fyrst inn í höfnina í Þorlákshöfn á vegum Smiril Line Cargo á Íslandi. Frá þeim tíma hafa tvö önnur vöruflutningaskip bæst við, Akranesi og Mistral en það er stærsta skipið. Fimm ára tímamótunum var að sjálfsögðu fagnað með köku í Þorlákshöfn. Tvö skipanna sigla frá Rotterdam vikulega og eitt þeirra frá Danmörku. „Markaðurinn hefur tekið okkur mjög vel, bæði inn og útflutningsmarkaðurinn, þannig að við höfum bara verið að svara eftirspurn,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. Hvaða farmur er aðallega að fara með þessum skipum? „Í útflutningi er þetta aðallega fiskur, mjög mikið af ferskum fiski og lax, frosinn og bara allur fiskur. Við höfum líka verið að flytja vatn, flughreyfla fyrir Icelandair, sem fara í viðgerð og koma svo til baka og síðan er það bara allur innflutningur, bara allt það sem flutt er inn,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í ljósi þess hversu vel gengur í Þorlákshöfn hefur verið ákveðið að byggja vöruhús í Þorlákshöfn við höfnina þar sem inn og útflutningur verður sameinaður í einu húsi. „Þetta eru 2.500 fermetrar og fullt af römpum því það er okkar viðskipti að vera í vögnum og geta losað beint inn og út í því húsi, þannig að þetta verður þræl stórt og flott hús.“ Svona mun nýja byggingin líta út, sem á að fara að byggja í Þorlákshöfn.Aðsend Þó Linda Björk vilji ekki segja það beint en þá stendur jafn vel að bæta fjóra skipinu við sem myndi þá flytja farþega í og úr Þorlákshöfn „Það er aldrei að vita, við erum alltaf í einhverjum pælingum, þannig að já, já, við erum með eitthvað í höfðinu,“ segir hún brosandi. Það stendur þó ekki til að Norræna fari að sigla til Þorlákshafnar, hún mun halda áfram að sigla til Seyðisfjarðar enda getur hún ekki siglt inn í höfnina í Þorlákshöfn, höfnin er of lítil fyrir það skip. Fimm árunum var fagnað með glæsilegri köku í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Skipaflutningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira