Tanaka giftist fyrir heilli öld og eignaðist fjögur börn. Síðustu æviárunum varði hún á hjúkrunarheimili í Japan þar sem hún naut þess að spila borðspil og bragða á súkkulaði.
Eftir fráfall Tanaka hefur Lucile Randon, 118 ára frönsk nunna, tekið við titlinum elsta manneskja í heimi.
Tanaka var sjöunda í röð níu systkina. Hún giftist nítján ára gömul og kom að ýmsum rekstri á ævi sinni. Rak hún meðal annars núðluverslun.
Jeanna Louise Calment frá Frakklandi er sú manneskja sem náð hefur hæstum aldri. Hún dó árið 1997 og var þá 122 ára og 164 daga gömul.
Hvergi í heiminum er hlutfall eldra fólks hærra en í Japan. Fjórðungur landsmanna er 65 ára eða eldri. Talið er að mataræði, heilbrigðisþjónusta og sú staðreynd að Japanir vinna fram eftir aldri sé ástæða langlífis í landinu.