Sólborg sá um Instagram reikninginn Fávitar á árunum 2016-2020, sem var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og má segja að þættirnir hafi orðið til í kjölfarið.
Um er að ræða kynfræðsluþætti fyrir fólk á öllum aldri. Þættirnir eru framleiddir af Ketchup Creative.
Í þriðja þættinum er fjallað um ástina og hvernig hún getur verið. Stundum er hún erfitt en oft yndisleg.
Aftur á móti er bent á þá einkennilega menningu sem er hér á landi að tala ávallt um það að strákar sem séu að stríða stelpum eða séu vondir við þær séu einfaldlega skotnir í þeim.
Í þættinum má sjá nokkuð spaugilegt atriði þar sem sýnt er fram á hversu einkennilegt þetta er í raun og veru.