Þær Sigga, Beta og Elín ætla að kalla sig Systur í Eurovision keppninni. Bróðir þeirra Eyþór verður þó með þeim á stóra sviðinu á Ítalíu líkt og í undankeppninni hér heima.
Systurnar voru einstaklega litríkar þegar þær voru myndaðar á viðburðinum í Madríd.

Sigga var klædd í gallakjól og með snúð í hárinu þegar þær stigu á svið og sungu en Elín var í gallabuxum og glitrandi pallíettujakka og með hatt. Beta var í stígvélum, pilsi og töffaralegum ACDC stuttermabol. Hljóðfærin þeirra voru svo auðvitað flottasti fylgihluturinn.
