Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. Í fyrsta lagi hafa Félagsbústaðir efni á þessu Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er meira en 53% af eignum félagsins, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti því staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3000 íbúðir án nokkurs erfiðis. Í öðru lagi geta Félagsbústaðir fjármagnað byggingu íbúðanna Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, enda nýtur félagið ábyrgðar borgarsjóðs og er auk þess með frábær veð. Það eru ekki til betri veð en íbúðir lágtekjufólks. Og ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir standa Félagsbústöðum opnar. Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að lán vegna almennra íbúða megi vera til lengri tíma en 50 ára, en núgildandi lög hafa slíka takmörkun. Með lánum til lengri tíma má lækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum umtalsvert. Í þriðja lagi getur borgin sjálf byggt íbúðirnar Reykjavíkurborg á lóðir og á Félagsbústaði sem hafa fjárhagslegt bolmagn til húsbygginga. Borgin þarf því ekki að bíða eftir neinu, ekki að bíða eftir að verktakar byggi íbúðir til að geta keypt þær með ríkulegri álagningu. Reykjavíkurborg getur byggt þessar íbúðir sjálf, sett á legg Byggingarfélag Reykjavíkur, eins og Sósíalistar hafa lagt til. Í fjórða lagi er þörf á 3000 íbúðum Mikill fjöldi fjölskyldna og einstaklinga eru föst á óregluvæddum leigumarkaði og greiðir þar alltof háa húsaleigu sem þrýstir þessu fólki niður í fátækt. Biðlistar eftir íbúðum Félagsbústaða segja aðeins hálfa söguna, og varla það. Skilyrði til að fá íbúð hjá Félagsbústöðum eru mjög ströng. Það er ekki nóg að fólk sé fátækt, heldur þarf það að hafa orðið fyrir áföllum, vera veikt eða standa að öðru leyti illa umfram það að vera með lágar tekjur og þurfa að borga óheyrilega háa húsaleigu. Í fimmta lagi mun þetta tryggja félagslega blöndun innan Félagsbústaða Borgaryfirvöld hafa óttast að hröð uppbygging félagslegs húsnæðis geti valdið því að félagsleg blöndun í hverfum verði ekki næg, að of margir fátækir búi á of litlu svæði. Þetta viðhorf einkennist af fátækraandúð. Borgaryfirvöld hafa engar áhyggjur af ónógri félagslegri blöndun í auðmannablokkunum við Skúlagötu. En með því að fjölga almennum íbúðum innan Félagsbústaða úr rúmum tvö þúsund í rúm fimm þúsund munu skilyrði fyrir að fá íbúð lækka og íbúarnir verða sjálfkrafa blandaðri, koma úr ólíkari hópum. Í sjötta lagi mun uppbyggingin tryggja félagslega blöndun í borginni Það þarf að gera stórátak til að tryggja félagslega blöndun í hverfum borgarinnar. Það er til dæmis alltof lítið af félagslegu húsnæði á Melunum og Högunum, í Fossvoginum, í Laugarásnum og víðar. Með því að byggja 3000 nýjar íbúðir víða um borgina, en einkum þar sem fáar slíkar íbúðir eru fyrir, má tryggja betri félagslega blöndun í borginni, gera hverfi hennar fjölbreyttari og lýðræðislegri. Í sjöunda lagi mun þetta gera borgina betri Húsnæðiskreppan er það einstaka fyrirbrigði sem hefur haft verst áhrif á lífskjör í borginni. Það er því forgangsverkefni að ráðast að rótum hennar. Og ræturnar liggja í húsnæðisvanda lágtekjufólks. Þar er mesti sársaukinn. Besta leiðin til að leysa húsnæðiskreppuna er að byggja fyrir fólkið í mestum húsnæðisvanda. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí, að Félagsbústaðir byggi 3000 nýjar íbúðir. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar