Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. apríl 2022 06:35 Úkraínskur öryggisvörður hleypur af stað eftir að hafa heyrt sprengingar í Kænugarði. AP/Emilio Morenatti Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira