Raiola segist ekki vera látinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2022 11:57 Raiola ásamt Zlatan en þeir hafa unnið lengi saman. vísir/getty Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Andlát Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Andlát Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira