Andri: Áttum ekki glansleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2022 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór sigraði Hauka 30-27 í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna norðan heiða í kvöld. Leikurinn var spennandi allt til loka. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var sáttur með að komast 1-0 yfir í einvíginu en segir þó hafa vantað upp á spilamennskuna. „Þetta var bara hörkuleikur og við undir þegar lítið var eftir en við kláruðum þetta í restina og ég verð að segja eins er að við áttum ekki glansleik en við unnum og það er það sem skiptir máli.” KA/Þór byrjaði vel og komust 5-1 yfir en fengu svo áhlaup seinna í hálfleiknum þar sem Haukar breyta stöðunni úr því að vera 10-8 undir í 8-13 yfir. Hvað gerist á þessum kafla? „Til að byrja með byrjum við á að klúðra fullt af færum, við vorum að fá fín færi, en svo vorum við bara eftir það hikandi í okkar aðgerðum og misstum aðeins taktinn í sókninni. Varnarlega vorum við ekki nógu góðar og Sunna hafði lítið til að vinna úr og þetta voru alltof auðveld mörk sem við vorum að fá á okkur og við vorum bara á hælunum til að segja eins og er og vorum pínu heppnar að vera bara einu marki undir í hálfleik þannig að við vorum bara ekki góðar.” Haukar voru oft að fá opin færi þar sem varnarvinnan var að klikka hjá KA/Þór sem er sjaldsjéð. Hvers vegna var vörnin svona götótt? „Við vorum bara einhvernveginn ekki í takt, við vorum bara með alltof fá fríköst og alltof léleg vinnsla en það tók smá tíma og við fengum rispur inn á milli þar sem við náðum þessu í gang en ég verð bara að segja eins og er að mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu en ég er mjög feginn að sigra.” „Vonandi er þetta bara leikurinn sem við þurftum til að koma okkur aftur í gírinn, eins og ég segi enginn glansleikur en við eigum helling inni.” Hvað þarf liðið að vinna í fyrir næstu viðureign sem fram fer á Ásvöllum á sunnudag? „Fyrst og fremst varnarleikurinn, við þurfum að gera miklu betur og hjálpa okkar markmönnum þannig að við fáum skotin sem við viljum fá og það er það sem við ætlum að horfa fyrst og fremst í.” Rakel Sara Elvarsdóttir fór meidd af velli þar sem hún snéri sig á ökkla. Andri vonar það besta.„Við erum að skoða það, hún snéri sig illa en við setjum hana í bómul núna og hún verður bara klár á sunnudaginn. Hildur Lilja stóð sig frábærlega í hægra horninu og gaman að sjá hennar innkomu.” Hildur Lilja Jónsdóttir kom inn á í stað Rakelar og skoraði 5 mörk úr 7 skotum rétt eins og Rakel hafði gert í leiknum. „Við erum bara með hörkulið, við erum með mikla breidd, meiri breidd en margir halda þannig það kemur bara maður í manns stað og þannig vinnum við þetta í KA/Þór”, sagði Andri eldhress að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 30-27 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í kvöld, 30-27. 28. apríl 2022 19:27