Rasismi á Íslandi Magnús Davíð Norðdahl skrifar 29. apríl 2022 11:15 Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun