Saman vinnum við stóru sigrana Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 1. maí 2022 07:30 Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Stéttarfélög Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar