Úr uppgjöf í sókn Ómar Már Jónsson skrifar 29. apríl 2022 19:30 Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun