„Þetta er bara líflátshótun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Vísir Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42