Einkamál innviðaráðherra Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Kynþáttafordómar Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar