Bonucci hetja Juventus og Meistaradeildarsæti svo gott sem í höfn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 12:23 Leonardo Bonucci skoraði bæði mörk Juventus í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images Leonardo Bonucci reyndist hetja Juventus er liðið tók á móti botnliði Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Varnarmaðurinn skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Bonucci skoraði eina mark fyrri hálfleiksins strax á sjöundu mínútu eftir stoðsendingu frá Matthijs de Ligt og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Mattia Aramu jafnaði metin á 71. mínútu og liðsmenn Venezia sáu jafnvel fyrir sér að liðið gæti náð eins og einu mikilvægu stigi gegn stórveldinu í fallbaráttunni. Adam var þó ekki lengi í paradís því Leonardo Bonucci kom heimamönnum í Juventus í forystu á nýjan leik þegar hann mokaði boltanum yfir marklínuna eftir klafs í teignum. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-1 sigur Juventus. Liðið er nú í fjórða sæti með 69 stig eftir 35 leiki og aðeins Roma getur komið í veg fyrir að Juventus leiki í Meistaradeildinni á næsta tímabili, en það verður þó að teljast ólíklegt. Roma er 11 stigum á eftir Juventus og getur mest tekið 12 stig í viðbót. Venezia situr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar með 22 stig. Liðið á þó enn möguleika á að bjarga sér frá falli, en Venezia er sex stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Bonucci skoraði eina mark fyrri hálfleiksins strax á sjöundu mínútu eftir stoðsendingu frá Matthijs de Ligt og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Mattia Aramu jafnaði metin á 71. mínútu og liðsmenn Venezia sáu jafnvel fyrir sér að liðið gæti náð eins og einu mikilvægu stigi gegn stórveldinu í fallbaráttunni. Adam var þó ekki lengi í paradís því Leonardo Bonucci kom heimamönnum í Juventus í forystu á nýjan leik þegar hann mokaði boltanum yfir marklínuna eftir klafs í teignum. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-1 sigur Juventus. Liðið er nú í fjórða sæti með 69 stig eftir 35 leiki og aðeins Roma getur komið í veg fyrir að Juventus leiki í Meistaradeildinni á næsta tímabili, en það verður þó að teljast ólíklegt. Roma er 11 stigum á eftir Juventus og getur mest tekið 12 stig í viðbót. Venezia situr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar með 22 stig. Liðið á þó enn möguleika á að bjarga sér frá falli, en Venezia er sex stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira