Þau Minogue og Donovan höfðu bæði ýjað að endurkomu og komið af stað æsilegum orðrómum á meðan dyggra aðdáneda þáttanna. Höfðu þau meðal annars birt myndir á Instagram þar sem sást í það sem virtist vera handrit úr þáttunum.
Þau léku parið Scott og Charlene Robinson en Kylie lék í þáttunum á árunum 1986-1988 og Donovan einu ári lengur. Síðan þá hefur Kylie átt stjörnuferil sem söngkona og Donovan leikið í fjölmörgum misvinsælum sjónvarpsþáttum.
"Scott and Charlene are the ultimate Neighbours couple and it would not feel right to end the show without them
— Neighbours (@neighbours) May 1, 2022
We are thrilled that Jason and Kylie have come home to play a very special part in our series finale... pic.twitter.com/79yUwMkpFb
Nú hefur endurkoman fengist staðfest og á Twitter skrifar Jason Herbison, aðalframleiðandi Nágranna, að þau Scott og Charlene séu hið fullkomna ofurpar.
„Við erum alsæl að Jason og Kylie séu komin heim til að leika mikilvægt hlutverk í lokaþáttaröðinni.“
Aðdáendur þáttanna víða um heim hafa ekki farið leynt með ánægju sína yfir ákvörðun Kylie Minogue og Jason Donovan að snúa aftur á skjáinn.
Omg when i heard this news late last night I well got teary. The BEST NEWS EVER .... A LONG TIME WAIT TO HAVE MY FAVORITE CHARACTER SCOTT & CHARLENE BACK. @kylieminogue @JDonOfficial pic.twitter.com/m4P8QQCuI9
— yasminA (@yasmin_ali10) May 1, 2022
Tilkynnt var fyrr á árinu að framleiðslu þáttanna yrði hætt í júní þar sem framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefði ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna. Þeir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár.