Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Vålerenga sem fékk Avaldsnes í heimsókn. Staðan var 3-0 í hálfleik þegar Ingibjörg var tekin af velli. Leiknum lauk með 6-0 sigri Vålerenga.
Brann vann 2-1 sigur á Kolbotn og heldur þar með í við topplið Vålerenga. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn í liði Brann en Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins að þessu sinni.
Þá spilaði Selma Sól Magnúsdóttir síðasta hálftímann í 0-1 tapi Rosenborgar gegn Lyn.
Vålerenga og Brann eru með 21 stig á toppi deildarinnar en Selma Sól og stöllur hennar eru í 3. sæti, sex stigum á eftir toppliðunum tveimur.