Jón Dagur kominn úr fyrstikistunni: „Fékk tíma til að spila smá golf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 23:15 Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið úti í kuldanum hjá AGF síðan í byrjun mars en var mættur aftur í byrjunarliðið í dag. AGF Jón Dagur Þorsteinsson var mættur í byrjunarlið AGF í danska boltanum í dag eftir langan tíma í frystikistunni hjá félaginu. Hann segir þó að það sé ekki það versta sem geti komið fyrir og grínaðist með að hafa nýtt tímann í að æfa golfsveifluna. Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum. Danski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira