Notalega flugfélagið Reynir Heiðar Antonsson skrifar 2. maí 2022 11:30 Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Samgöngur Niceair Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar