„Leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. maí 2022 09:30 Tónlistarkonurnar Zoë Vala og Gunnur Arndís sameina krafta sína í laginu Baby the ocean. Aðsend Tónlistarkonurnar Zoë Vala og Gunnur Arndís voru að senda frá sér lagið Baby The Ocean, sem er seiðandi popp sumarsmellur með jazz innblæstri. Lagið fjallar um að leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina og allt það fallega sem hún getur haft í för með sér. View this post on Instagram A post shared by zoë vala (@zoevalasands) Zoë og Gunnur kynntust árið 2019 í tónlistarskóla FÍH þar sem þær lærðu saman rytmískan söng. Þær komust í úrslit Músíktilrauna 2021 með hljómsveitinni ÆSU. Þetta er annað lagið sem þær gefa út saman, en þær sendu frá sér lagið Jólin heima í desember síðastliðnum. Blaðamaður tók púlsinn á þessum tónlistarkonum. View this post on Instagram A post shared by Gunnur Arndís & Zoë Vala music (@gunnurzoe) Leikum okkur við að henda fram hugmyndum „Við sömdum lagið í session-i, þar sem við sitjum vanalega tvær saman og leikum okkur við að henda fram hugmyndum. Þetta var eitt af nokkrum lögum sem urðu til, en okkur líkaði vel við þessa hugmynd og ákváðum að vinna meira með hana,“ segir Gunnur um það hvernig lagið varð til. Zoë Vala bætir við: „Mig langaði til þess að semja hresst lag, því, án þess að hljóma deprímerandi, fram að því hafði mér þótt það erfitt og finnst mun auðveldara að semja ballöður þegar ég er ein á píanóinu. En þegar við Gunnur erum að semja saman á gítar gengur þetta betur. Gunnur lagði hljóma á gítarinn og svo söngluðum við laglínur yfir.“ Þær Zoë og Gunnur búa yfir mikilli reynslu í tónlistinni og hafa ásamt náminu í FÍH sótt áhugaverð námskeið. „Við vorum búnar að vera á textasmíðar námskeiði hjá Maríu Magnúsdóttur og reyndum að nota tæknina sem við lærðum þar við textasmíðina en þetta var okkar fyrsta tilraun með þessa tækni,“ segir Gunnur. Samsetning af tilfinningum „Við byrjuðum á einni minningu úr fyrra ástarsambandi mínu og orðinu sjór og unnum svo með myndlíkingar og orð tengd sjónum til þess að fjalla um þá minningu. Textinn er meira og minna samsetning af tilfinningum sem passa við laglínuna og sjóinn. Lagið fjallar um að leyfa sér að vera berskjaldaður, þora að treysta, og þar með leyfa sér að upplifa ástina og allt það skemmtilega sem hún getur haft í för með sér,“ segir Zoë. Úrvalslið hljóðfæraleikara Úrvalslið hljóðfæraleikara spilar í laginu Baby The Ocean og eru það tónlistarmenn sem stelpurnar kynntust í gegnum FÍH. Ari Bragi Kárason spilar á trompet, Kári Haraldsson á píanó, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á bassa og Hinrik Þór Þórisson á trommur. Lagið er svo pródúserað af Stefáni Erni Gunnlaugssyni hjá Stúdíó Bambus. „Hinrik Þór og Kári eru góðir vinir okkar úr FÍH/MÍT, og algjörir snillingar. Við vorum heppnar og mjög spenntar að fá þá með í verkefnið,“ segir Gunnur og Zoë bætir við að í kjölfarið hafi þær ákveðið að slá til og heyra í Sigmari, Andrési Þór og Ara Braga. „Allir eru þeir tónlistarmenn sem við lítum mikið upp til og stór nöfn í íslensku tónlistarsenunni, en á þeim tíma þekktum við þá ekki persónulega. Það borgaði sig greinilega að hafa kjarkinn til þess að spyrja!“ Heklað plötuumslag Að lokum fóru þær með lagið til Stebba í Stúdíó Bambus og segja stelpurnar hann hæfileikaríkan og að virkilega skemmtilegt sé að vinna með honum. „Hann sá um pródúseringu og upptökur og hjálpaði við útsetningu. Hann tók lagið upp á næsta level.“ Plötuumslagið er hannað af Hönnu Lilju.Aðsend Halla Lilja Ármannsdóttir, nýútskrifaður prjónahönnuður úr London College of Fashion, hannaði plötuumslagið. Verkið er heklað og var hannað með innblæstri frá náttúrunni í kringum sjóinn. „Okkur þótti gaman að nýta textíl í öðru formi og fara aðeins út fyrir kassann, segir Zoë að lokum.“ Tónlist Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by zoë vala (@zoevalasands) Zoë og Gunnur kynntust árið 2019 í tónlistarskóla FÍH þar sem þær lærðu saman rytmískan söng. Þær komust í úrslit Músíktilrauna 2021 með hljómsveitinni ÆSU. Þetta er annað lagið sem þær gefa út saman, en þær sendu frá sér lagið Jólin heima í desember síðastliðnum. Blaðamaður tók púlsinn á þessum tónlistarkonum. View this post on Instagram A post shared by Gunnur Arndís & Zoë Vala music (@gunnurzoe) Leikum okkur við að henda fram hugmyndum „Við sömdum lagið í session-i, þar sem við sitjum vanalega tvær saman og leikum okkur við að henda fram hugmyndum. Þetta var eitt af nokkrum lögum sem urðu til, en okkur líkaði vel við þessa hugmynd og ákváðum að vinna meira með hana,“ segir Gunnur um það hvernig lagið varð til. Zoë Vala bætir við: „Mig langaði til þess að semja hresst lag, því, án þess að hljóma deprímerandi, fram að því hafði mér þótt það erfitt og finnst mun auðveldara að semja ballöður þegar ég er ein á píanóinu. En þegar við Gunnur erum að semja saman á gítar gengur þetta betur. Gunnur lagði hljóma á gítarinn og svo söngluðum við laglínur yfir.“ Þær Zoë og Gunnur búa yfir mikilli reynslu í tónlistinni og hafa ásamt náminu í FÍH sótt áhugaverð námskeið. „Við vorum búnar að vera á textasmíðar námskeiði hjá Maríu Magnúsdóttur og reyndum að nota tæknina sem við lærðum þar við textasmíðina en þetta var okkar fyrsta tilraun með þessa tækni,“ segir Gunnur. Samsetning af tilfinningum „Við byrjuðum á einni minningu úr fyrra ástarsambandi mínu og orðinu sjór og unnum svo með myndlíkingar og orð tengd sjónum til þess að fjalla um þá minningu. Textinn er meira og minna samsetning af tilfinningum sem passa við laglínuna og sjóinn. Lagið fjallar um að leyfa sér að vera berskjaldaður, þora að treysta, og þar með leyfa sér að upplifa ástina og allt það skemmtilega sem hún getur haft í för með sér,“ segir Zoë. Úrvalslið hljóðfæraleikara Úrvalslið hljóðfæraleikara spilar í laginu Baby The Ocean og eru það tónlistarmenn sem stelpurnar kynntust í gegnum FÍH. Ari Bragi Kárason spilar á trompet, Kári Haraldsson á píanó, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á bassa og Hinrik Þór Þórisson á trommur. Lagið er svo pródúserað af Stefáni Erni Gunnlaugssyni hjá Stúdíó Bambus. „Hinrik Þór og Kári eru góðir vinir okkar úr FÍH/MÍT, og algjörir snillingar. Við vorum heppnar og mjög spenntar að fá þá með í verkefnið,“ segir Gunnur og Zoë bætir við að í kjölfarið hafi þær ákveðið að slá til og heyra í Sigmari, Andrési Þór og Ara Braga. „Allir eru þeir tónlistarmenn sem við lítum mikið upp til og stór nöfn í íslensku tónlistarsenunni, en á þeim tíma þekktum við þá ekki persónulega. Það borgaði sig greinilega að hafa kjarkinn til þess að spyrja!“ Heklað plötuumslag Að lokum fóru þær með lagið til Stebba í Stúdíó Bambus og segja stelpurnar hann hæfileikaríkan og að virkilega skemmtilegt sé að vinna með honum. „Hann sá um pródúseringu og upptökur og hjálpaði við útsetningu. Hann tók lagið upp á næsta level.“ Plötuumslagið er hannað af Hönnu Lilju.Aðsend Halla Lilja Ármannsdóttir, nýútskrifaður prjónahönnuður úr London College of Fashion, hannaði plötuumslagið. Verkið er heklað og var hannað með innblæstri frá náttúrunni í kringum sjóinn. „Okkur þótti gaman að nýta textíl í öðru formi og fara aðeins út fyrir kassann, segir Zoë að lokum.“
Tónlist Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira