Dagur Kár er 27 ára gamall leikstjórnandi sem spilaði síðast sem atvinnumaður Ourense á Spáni. Hann hefur einnig spilað með Stjörnunni og Grindavik hér á landi.
„Dagur Kár er frábær leikmaður sem mun passa vel inn í KR samfélagið og ljóst að honum er ætlað stórt hlutverk í félaginu. Við bjóðum Dag Kár hjartanlega velkominn á Meistaravelli!“ segir í frétt KR.
„KR hefur áður gefið út mikilvægi þess að íslenskir leikmenn fái að njóta sín og spila stórt hlutverk í liðinu og eru þessar undirskriftir í takt við þær áætlanir. Veigar Áki og Þorvaldur Orri hafa spilað upp alla yngri flokka félagsins og fengu mikilvægar mínútur í leikjum síðasta tímabils.“
„Báðir stóðu sig vel og lögðu sitt á vogarskálarnar í vetur og verður gaman að fylgjast með þeim félögum vaxa enn frekar á næsta tímabili,“ segir um framlengingu samninga þeirra Þorvalds Orra og Veigars Áka.
KR endaði í 8. sæti Subway-deildar karla í vetur og var síðan sópað út í 8-liða úrslitum af deildarmeisturum Njarðvíkur.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.