Falskir tónar Guðlaugur Kristmundsson skrifar 3. maí 2022 12:00 Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun