Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 15:00 Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir mættu í upphitunarþáttinn. Bestu mörkin Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn. „Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira