Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var afar sáttur með stigin þrjú.
„Ég er bara ánægður að við náðum í þrjú stig. Danielle, Freyja og Katla að skora fyrstu mörkin sín fyrir liðið, þar er eiginlega bara það,“ sagði Nik eftir leik.

Mörk Aftureldingar komu á stuttum kafla í byrjun fyrri hálfleiks.
„Þetta var barnalegt og ég veit ekki hvers vegna við sendum aftur á markmann eftir miðju, við gerum það aldrei,“ hafði Nik að segja um byrjun seinni hálfleiks hjá sínum leikmönnum.