Carragher skálaði í beinni og bauð LeBron á úrslitaleikinn í París Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2022 11:31 Jamie Carragher var í miklu stuði eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann skálaði í beinni útsendingu og bauð körfuboltasnillingnum LeBron James á úrslitaleikinn. Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Carragher var reyndar ekki upplitsdjarfur í hálfleik í leiknum gegn Villarreal, enda Liverpool 2-0 undir. En brúnin lyftist í seinni hálfleik sem Rauði herinn vann, 0-3. Liverpool vann einvígið, 5-2 samanlagt og komst þar með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Carragher var sérfræðingur CBS um leikinn ásamt Thierry Henry og Micah Richards. Þeir höfðu gaman að angist Carraghers í fyrri hálfleik en hann brosti breitt á endanum og fagnaði með því opna einn bjór í myndveri. Ekki nóg með það heldur bauð Carragher einum frægasta stuðningsmanni Liverpool, sjálfum LeBron James, á úrslitaleikinn í París 28. maí. „LeBron, ef þú vilt koma til París geturðu verið með okkur í CBS-liðinu sem minn gestur. Á hliðarlínunni, ég vil hafa þig við hliðina á okkur í París. Gefðu okkur stuðninginn sem við þurfum til að vinna sjöunda Evrópumeistaratitilinn. Komdu stóri maður,“ sagði Carragher. Hey @KingJames, @carra23 has an offer for you. pic.twitter.com/JjesSngZ3S— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) May 3, 2022 LeBron, sem á hlut í Liverpool, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir sigurinn á Villarreal og deildi gleði sinni með heimsbyggðinni á Twitter. PARIS HERE WE COME!!!!!!!! @LFC — LeBron James (@KingJames) May 3, 2022 Í kvöld kemur í ljós hvort Real Madrid eða Manchester City verður andstæðingur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. City leiðir 4-3 eftir fyrri leikinn. Leikur Real Madrid og Manchester City hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira