Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 12:28 Ásgeir Jónsson óttast verðhækkanir í útlöndum eigi enn eftir að koma fram og því eigi verðbólgan eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07