Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 12:28 Ásgeir Jónsson óttast verðhækkanir í útlöndum eigi enn eftir að koma fram og því eigi verðbólgan eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07