Hækkum hvatagreiðslur í 60.000 krónur Sighvatur Jónsson skrifar 4. maí 2022 21:30 „Góðan dag, ég heiti Sighvatur og er nýfluttur í Innri-Njarðvík,“ sagði ég hátt og snjallt við starfsmann í byggingavöruverslun í Reykjanesbæ sumarið 2018. Hann svaraði brosandi: „Ég votta þér samúð.“ Með frábærum húmor sem minnti mig á heimahagana í Vestmannaeyjum kom maðurinn því vel til skila með þessum orðum að hann væri Keflavíkurmegin í lífinu. Ég sprakk úr hlátri sem varð til þess að afgreiðslumaðurinn baðst afsökunar á þessu góðlátlega gríni. „Ef þú vilt losna við svona brandara þá skaltu bara segjast vera nýfluttur í Reykjanesbæ. Þá vitum við að þú ert aðkomumaður,“ sagði hann vinalegri og ráðgefandi röddu. Íþróttir, menntun, menning og markaðsmál Maður þarf að hafa húmor fyrir ríg sem ríkir á milli nágrannaliða eins og Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég spilaði fótbolta í Eyjum lengst af með Þór. Ég fór reyndar yfir í Tý í 3. flokki og hef því reynslu af því að spila með bláa liðinu og því græna. Ég hef kynnst ýmsum hliðum samfélagsins í Reykjanesbæ eftir búsetu í Innri-Njarðvík þetta kjörtímabil. Konan mín kennir á svæðinu, börnin æfa fótbolta með Njarðvík og ég er í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Njarðvíkur ásamt því að syngja með Sönghópi Suðurnesja. Íþrótta- og menntamál standa mér nærri. Einnig menningar- og markaðsmál eftir áralanga reynslu af fjölmiðlum, dagskrárgerð, framleiðslu heimildarmynda og vinnslu ýmis konar kynningarefnis til stafrænnar markaðssetningar. Hvatagreiðslur fyrir 4-18 ára Sem ég er kallaður Hvati hef ég séð hversu mikilvægar svokallaðar hvatagreiðslur eru fyrir iðkendur íþrótta í Reykjanesbæ. Ég og félagar mínir í Framsókn erum sammála um hversu áríðandi það er að berjast fyrir því strax að öll börn á aldrinum 4-18 ára njóti þessarar niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu. Við munum jafnframt beita okkur fyrir því á komandi kjörtímabili að hvatagreiðslurnar verði hækkaðar í 60.000 krónur. Reykjanesbær styður vel við íþróttafélögin í sveitarfélaginu. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggjum við í Framsókn áherslu á að bæta við þann stuðning. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var hafist handa við byggingu nýs íþróttahúss við Stapaskóla í Innri-Njarðvík sem á eftir að bæta enn frekar umgjörð körfuboltans í Reykjanesbæ. Ný Ljónagryfja verður eitt af glæsilegum höfuðvígum körfuboltans á landinu. Tryggjum íbúum Reykjanesbæjar jöfn tækifæri. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjanesbær Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
„Góðan dag, ég heiti Sighvatur og er nýfluttur í Innri-Njarðvík,“ sagði ég hátt og snjallt við starfsmann í byggingavöruverslun í Reykjanesbæ sumarið 2018. Hann svaraði brosandi: „Ég votta þér samúð.“ Með frábærum húmor sem minnti mig á heimahagana í Vestmannaeyjum kom maðurinn því vel til skila með þessum orðum að hann væri Keflavíkurmegin í lífinu. Ég sprakk úr hlátri sem varð til þess að afgreiðslumaðurinn baðst afsökunar á þessu góðlátlega gríni. „Ef þú vilt losna við svona brandara þá skaltu bara segjast vera nýfluttur í Reykjanesbæ. Þá vitum við að þú ert aðkomumaður,“ sagði hann vinalegri og ráðgefandi röddu. Íþróttir, menntun, menning og markaðsmál Maður þarf að hafa húmor fyrir ríg sem ríkir á milli nágrannaliða eins og Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég spilaði fótbolta í Eyjum lengst af með Þór. Ég fór reyndar yfir í Tý í 3. flokki og hef því reynslu af því að spila með bláa liðinu og því græna. Ég hef kynnst ýmsum hliðum samfélagsins í Reykjanesbæ eftir búsetu í Innri-Njarðvík þetta kjörtímabil. Konan mín kennir á svæðinu, börnin æfa fótbolta með Njarðvík og ég er í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Njarðvíkur ásamt því að syngja með Sönghópi Suðurnesja. Íþrótta- og menntamál standa mér nærri. Einnig menningar- og markaðsmál eftir áralanga reynslu af fjölmiðlum, dagskrárgerð, framleiðslu heimildarmynda og vinnslu ýmis konar kynningarefnis til stafrænnar markaðssetningar. Hvatagreiðslur fyrir 4-18 ára Sem ég er kallaður Hvati hef ég séð hversu mikilvægar svokallaðar hvatagreiðslur eru fyrir iðkendur íþrótta í Reykjanesbæ. Ég og félagar mínir í Framsókn erum sammála um hversu áríðandi það er að berjast fyrir því strax að öll börn á aldrinum 4-18 ára njóti þessarar niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu. Við munum jafnframt beita okkur fyrir því á komandi kjörtímabili að hvatagreiðslurnar verði hækkaðar í 60.000 krónur. Reykjanesbær styður vel við íþróttafélögin í sveitarfélaginu. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggjum við í Framsókn áherslu á að bæta við þann stuðning. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var hafist handa við byggingu nýs íþróttahúss við Stapaskóla í Innri-Njarðvík sem á eftir að bæta enn frekar umgjörð körfuboltans í Reykjanesbæ. Ný Ljónagryfja verður eitt af glæsilegum höfuðvígum körfuboltans á landinu. Tryggjum íbúum Reykjanesbæjar jöfn tækifæri. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun