Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 10:02 Stefán Rafn Sigurmannsson beindi orðum sínum til lýsenda Stöðvar 2 Sports. Stöð 2 Sport „Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Sjá meira