Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. maí 2022 08:01 Á milli 150 og 160 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar. Og það er metár. vísir Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. „Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent