Oddvitaáskorunin: Blés lífi í andvana hvolp Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2022 15:01 Helgi Jóhannsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helgi Jóhannsson leiðir H-Listann fyrir heildina í Fjallabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég er giftur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni, og eigum við þrjú börn, Tímon Davíð 39 ára, Klöru Mist 34 ára og Jódísi Jönu 23 ára. Við búum að Hlíðarvegi 71 í Ólafsfirði. Ég er 57 ára og hef búið alla mína ævi í firðinum fagra fyrir utan 9 mánuði í Kópavogi. Ég starfaði hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar frá árinu 1983 og síðar Arion banka í Fjallabyggð þegar þessar tvær fjármálastofnanir sameinuðust. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á bæjarmálum og þá helst umhverfis- og skipulags málum. Á yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið nefndarmaður í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar. Á þeim vettvangi hef ég verið duglegur að koma með tillögur og ábendingar á kjörtímabilinu þrátt fyrir að vera einn í minnihluta, enda á það ekki að skipta máli. Ég hef setið sem bæjarfulltrúi frá byrjun árs 2021 og varabæjarfulltrúi fram að þeim tíma. Ég hef alltaf þurft að hafa eitthvað fyrir stafni, það getur verið stutt á milli ofvirkni og að vera duglegur. En ég hef komið að uppbyggingu á tveimur veitingastöðum og gistihúsi, Höllinni, Kaffi Klöru og Gistihúsi Jóa í hjáverkum. Mér finnst mikilvægt að maður reyni að láta gott af sér leiða í því samfélagi sem maður býr, mér finnst ég hafa reynt að gera það. Eitt verkefni sem ég ákvað að fara í var gera upp gamlan trébát, Freymund ÓF sem afi minn og frændi áttu. Búin að læra heilmikið á því stússi. Hann verður vonandi fyrsti vísir af sögu smábátaútgerðar hér í Ólafsfirði og stendur nú til sýnis í miðbænum á Ólafsfirði og er töluvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Ég er í stjórn Fjallasala ses. en það félag stendur að Pálshúsi í Ólafsfirði en þar hefur verið komið upp nokkrum áhugaverðum sýningum sem tengjast Ólafsfirði. Stór hluti framkvæmda þar hefur verið unninn í sjálfboðavinnu. Jólin eru minn tími og hef ég komið að jólakvöldinu mikla í Ólafsfirði s.l. ár ásamt fleira góðu fólki. Ég sat í stjórn MTR frá stofnun hans 2010 og fram til ársins 2017 og gegndi formennsku í þrjú ár. Helstu áhugamálin eru umhverfismál, ganga á fjöll sumar sem vetur, gönguskíði, fjallaskíði og almenn útivera. Fjallabyggð og Tröllaskaginn er einstakur staður til að vera á. Einnig er knattspyrna mér ofarlega í huga, í ensku knattspyrnunni er Liverpool liðið. Og áfram lifir draumurinn að koma upp kláfferju uppá Múlakollu, stórt verkefni og spennandi. Náði þeim áfanga að koma kláfnum inná aðalskipulag fyrir Fjallabyggð, fyrsta skrefið í langri göngu. Það líður ekki sá dagur að ég ekki fái einhverja hugmynd um hvað væri hægt að gera í Fjallabyggð, að Fjallabyggð sé betri í dag en í gær. Að bjóða sig fram í sveitarstjórn krefst töluverðrar vinnu og tíma. Ég er tilbúinn að gefa af mér þann tíma því áhuginn á því að gera eitthvað gott fyrir samfélagið okkar er til staðar. Þess vegna býð ég mig fram fyrir þessar sveitarstjórnakosningar, 14. maí 2022. Setjum X við H. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Útsýnið af Kerahnjúk við Ólafsfjörð, þar sést vel yfir hinn mikla Tröllaskaga. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Mölbrottnar gangstéttar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Safna gömlu jólaskrauti. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Missa ökuskírteini við að keyra snjósleða á gangstétt en hún, gangstéttin, var á kafi í tveggja metra snjó. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, hakk, lauk, paprika og grænn pipar. Hvaða lag peppar þig mest? Rokkað í kringum jólatréð - Laddi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Frekar slappur í armbeygjum en ætti að geta tekið þónokkrar í einu. Göngutúr eða skokk? Frekar skokk, er alltaf að flýta mér. Uppáhalds brandari? Man aldrei brandara og það eitt er algjör brandari. Hvað er þitt draumafríi? Göngu og hlaupaferð í ölpunum og svo slaka á í siglingu á skemmtiferðaskipi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Er eiginlega alæta á tónlist og enginn sérstakur uppáhalds, en M.Jackson var rosalegur. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Taka á móti hvolpum og blása lífi í einn hvolp. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Jason Statham. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? The sixth sense. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ef verið er að spyrja um sjónvarpsþættina, já ef verið er að tala um alvöru nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Að sjálfsögðu til Liverpool og vera með ársmiða á Anfield Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Just give me a reason, Pink og Nate Ruess. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjallabyggð Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Helgi Jóhannsson leiðir H-Listann fyrir heildina í Fjallabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég er giftur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni, og eigum við þrjú börn, Tímon Davíð 39 ára, Klöru Mist 34 ára og Jódísi Jönu 23 ára. Við búum að Hlíðarvegi 71 í Ólafsfirði. Ég er 57 ára og hef búið alla mína ævi í firðinum fagra fyrir utan 9 mánuði í Kópavogi. Ég starfaði hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar frá árinu 1983 og síðar Arion banka í Fjallabyggð þegar þessar tvær fjármálastofnanir sameinuðust. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á bæjarmálum og þá helst umhverfis- og skipulags málum. Á yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið nefndarmaður í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar. Á þeim vettvangi hef ég verið duglegur að koma með tillögur og ábendingar á kjörtímabilinu þrátt fyrir að vera einn í minnihluta, enda á það ekki að skipta máli. Ég hef setið sem bæjarfulltrúi frá byrjun árs 2021 og varabæjarfulltrúi fram að þeim tíma. Ég hef alltaf þurft að hafa eitthvað fyrir stafni, það getur verið stutt á milli ofvirkni og að vera duglegur. En ég hef komið að uppbyggingu á tveimur veitingastöðum og gistihúsi, Höllinni, Kaffi Klöru og Gistihúsi Jóa í hjáverkum. Mér finnst mikilvægt að maður reyni að láta gott af sér leiða í því samfélagi sem maður býr, mér finnst ég hafa reynt að gera það. Eitt verkefni sem ég ákvað að fara í var gera upp gamlan trébát, Freymund ÓF sem afi minn og frændi áttu. Búin að læra heilmikið á því stússi. Hann verður vonandi fyrsti vísir af sögu smábátaútgerðar hér í Ólafsfirði og stendur nú til sýnis í miðbænum á Ólafsfirði og er töluvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Ég er í stjórn Fjallasala ses. en það félag stendur að Pálshúsi í Ólafsfirði en þar hefur verið komið upp nokkrum áhugaverðum sýningum sem tengjast Ólafsfirði. Stór hluti framkvæmda þar hefur verið unninn í sjálfboðavinnu. Jólin eru minn tími og hef ég komið að jólakvöldinu mikla í Ólafsfirði s.l. ár ásamt fleira góðu fólki. Ég sat í stjórn MTR frá stofnun hans 2010 og fram til ársins 2017 og gegndi formennsku í þrjú ár. Helstu áhugamálin eru umhverfismál, ganga á fjöll sumar sem vetur, gönguskíði, fjallaskíði og almenn útivera. Fjallabyggð og Tröllaskaginn er einstakur staður til að vera á. Einnig er knattspyrna mér ofarlega í huga, í ensku knattspyrnunni er Liverpool liðið. Og áfram lifir draumurinn að koma upp kláfferju uppá Múlakollu, stórt verkefni og spennandi. Náði þeim áfanga að koma kláfnum inná aðalskipulag fyrir Fjallabyggð, fyrsta skrefið í langri göngu. Það líður ekki sá dagur að ég ekki fái einhverja hugmynd um hvað væri hægt að gera í Fjallabyggð, að Fjallabyggð sé betri í dag en í gær. Að bjóða sig fram í sveitarstjórn krefst töluverðrar vinnu og tíma. Ég er tilbúinn að gefa af mér þann tíma því áhuginn á því að gera eitthvað gott fyrir samfélagið okkar er til staðar. Þess vegna býð ég mig fram fyrir þessar sveitarstjórnakosningar, 14. maí 2022. Setjum X við H. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Útsýnið af Kerahnjúk við Ólafsfjörð, þar sést vel yfir hinn mikla Tröllaskaga. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Mölbrottnar gangstéttar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Safna gömlu jólaskrauti. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Missa ökuskírteini við að keyra snjósleða á gangstétt en hún, gangstéttin, var á kafi í tveggja metra snjó. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, hakk, lauk, paprika og grænn pipar. Hvaða lag peppar þig mest? Rokkað í kringum jólatréð - Laddi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Frekar slappur í armbeygjum en ætti að geta tekið þónokkrar í einu. Göngutúr eða skokk? Frekar skokk, er alltaf að flýta mér. Uppáhalds brandari? Man aldrei brandara og það eitt er algjör brandari. Hvað er þitt draumafríi? Göngu og hlaupaferð í ölpunum og svo slaka á í siglingu á skemmtiferðaskipi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Er eiginlega alæta á tónlist og enginn sérstakur uppáhalds, en M.Jackson var rosalegur. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Taka á móti hvolpum og blása lífi í einn hvolp. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Jason Statham. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? The sixth sense. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ef verið er að spyrja um sjónvarpsþættina, já ef verið er að tala um alvöru nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Að sjálfsögðu til Liverpool og vera með ársmiða á Anfield Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Just give me a reason, Pink og Nate Ruess.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjallabyggð Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira