Conte: Tottenham verður að eyða stórum fjárhæðum til að ná Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 15:46 Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, á bekknum hjá Tottenham Hotspur. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið þurfi að eyða miklum peningi í leikmenn ætli félagið að ná í skottið á Liverpool. Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022 Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira