Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2022 15:13 Kristján Páll Rafnsson með vænan urriða á því eftirminnilega kvöldi 6. maí 2020 Urriðaveiðin í Þingvallavatni er heldur betur að glæðast og fréttir af vænum urriðum eru loksins farnar að berast í einhverjum mæli. Eitt af þeim svæðum sem er mjög gjöfult þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi er Kárastaðir. Svæðið er í höndum Fish Partner og þarna er hægt að gera feykna veiði. Besta veiðin á urriðanum er seint á kvöldin og helst í rökkrinu en margir veiðimenn gera þau regin mistök að hætta veiðum áður en besti tíminn skellur á. Urriðin er mjög ljósfælin og kemur helst upp að landi þegar það er farið að halla að degi. Frægur var sá dagur 6. maí 2020 þegar þarna veiddust 34 vænir urriðar á einum eftirmiðdegi en það var ekki fyrr en eftir klukkan 18:00 sem fiskurinn fór að taka að einhverju ráði. Núna er nefnilega tíminn til að stökkva á daga við vatnið og krossa allar fingur og tær um að það verði helst skýjað. Svo er það eitt, þú þarft ekki að mæta fyrr en um 17:00, gera þig klárann og veiða inn í kvöldið. Þá er svæðið hvílt og veiðin getur fyrir vikið bara orðið betri. Stangveiði Bláskógabyggð Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði
Eitt af þeim svæðum sem er mjög gjöfult þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi er Kárastaðir. Svæðið er í höndum Fish Partner og þarna er hægt að gera feykna veiði. Besta veiðin á urriðanum er seint á kvöldin og helst í rökkrinu en margir veiðimenn gera þau regin mistök að hætta veiðum áður en besti tíminn skellur á. Urriðin er mjög ljósfælin og kemur helst upp að landi þegar það er farið að halla að degi. Frægur var sá dagur 6. maí 2020 þegar þarna veiddust 34 vænir urriðar á einum eftirmiðdegi en það var ekki fyrr en eftir klukkan 18:00 sem fiskurinn fór að taka að einhverju ráði. Núna er nefnilega tíminn til að stökkva á daga við vatnið og krossa allar fingur og tær um að það verði helst skýjað. Svo er það eitt, þú þarft ekki að mæta fyrr en um 17:00, gera þig klárann og veiða inn í kvöldið. Þá er svæðið hvílt og veiðin getur fyrir vikið bara orðið betri.
Stangveiði Bláskógabyggð Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði