Samgöngur á hjólum Katrín Halldórsdóttir skrifar 7. maí 2022 07:31 Átakið Hjólað í vinnuna stendur nú yfir og margir hafa skráð sig til leiks. Hjólreiðar hafa marga kosti. Þær sameina hreyfingu og útivist og stuðla þannig að bættri heilsu. Sem ferðamáti eru hjólreiðar bæði skemmtilegar og hagkvæmar, enda njóta þær sífellt meiri vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Liður í því að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar á hjóli um höfuðborgarsvæðið er að fjölga góðum hjólaleiðum, þar sem öryggi vegfarenda er í fyrirrúmi. Vinnuhópur á vegum Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna hefur unnið að því að forgangsraða uppbyggingu á stofnhjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu sem heyra undir Samgöngusáttmálann, sem íslenska ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu haustið 2019. Markmið Samgöngusáttmálans er m.a. að stuðla að greiðari samgöngum og fjölbreyttum ferðamátum, með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Markmiðið með stofnhjólaleiðum er að útfæra hjólaleiðir sem ná yfir sem stærstan hluta höfuðborgarsvæðisins og tengja saman sveitarfélögin, helstu hverfi og atvinnusvæði. Sérstaklega var horft til samgönguhjólreiða við skipulagningu stofnhjólaleiðanna. Leiðirnar eiga að uppfylla viss skilyrði um hönnun og til að tryggja öryggi er hönnun hjólaleiðanna sett í umferðaröryggisrýni. Árið 2019 komu út hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar sem notast er við í hönnun stofnhjólaleiðanna. Með verklaginu er hönnun hjólaleiðanna samræmd sem tryggir ákveðin gæði á öllum stígum sem gerðir eru á vegum Samgöngusáttmálans. Talningar á hjólandi og gangandi vegfarendum voru gerðar til að hægt væri að meta hvar mesta þörfin væri á að aðskilja hjólandi og gangandi umferð. Í kjölfarið voru umferðarmestu staðirnir settir í forgang. Einnig var horft til þess hvar Borgarlínan kemur til með að liggja en gert er ráð fyrir að meðfram henni verði góðar göngu- og hjólaleiðir. Framkvæmdir á stofnhjólaleiðum Framkvæmdir við stofnhjólaleiðirnar hófust árið 2019 og nokkrum áföngum er lokið. Búið er að leggja stíga á um 5,3 km löngum kafla, og á þessu ári er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir sem ná yfir um 5 km í viðbót, ásamt því að farið verður í mislægar lausnir á borð við undirgöng og brýr. Í lok samningstímabilsins árið 2033 er áætlað að búið verði að leggja um 46 km af hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu með fjármögnun Samgöngusáttmálans, auk þess að byggja undirgöng og brýr sem hluta af hjólaleiðum. Stígar við Rauðagerði.Aðsend Eins og fyrr segir þá er markmiðið að leggja aðskilda göngu- og hjólastíga eftir lengri leiðum sem tengja saman hverfi og sveitarfélög. Nú þegar er það verk hafið: Nýlega var gerður nýr hjólastígur við Eiðsgranda í Reykjavík og til stendur að halda áfram með þann stíg að Mýrargötu í sumar. Þegar því er lokið verða komnir aðskildir göngu- og hjólastígar sem ná frá Granda að Seltjarnarnesi. Framkvæmdir vegna undirgangna við Litluhlíð lýkur senn. Til stendur að halda áfram með hjólaleið meðfram Bústaðavegi um undirgöng Litluhlíðar og eftir Skógarhlíð í sumar. Þegar þeim áfanga lýkur verða komnir góðir aðskildir göngu- og hjólastígar meðfram öllum Bústaðavegi. Framkvæmdir við Sprengisandssvæðið á Bústaðavegi standa yfir. Verið er að útfæra undirgöng fyrir gangandi- og hjólandi vegfarendur og nýir stígar verða lagðir sem tengja saman stígakerfi sem liggur um Elliðaárdal, Fossvogsdal, Bústaðaveg og norður fyrir Bústaðaveg. Seint á síðasta ári hófust framkvæmdir við gerð hjólastígs um Elliðaárdal frá Höfðabakka að Vatnsveitubrú. Til stendur að halda áfram framkvæmdum á þeirri leið sem nær suður eftir Elliðaárdalnum, á þessu ári. Einnig stendur til að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Dimmu í haust. Að endingu mun leiðin ná að Breiðholtsbraut og tengjast stígakerfi við nýjan Arnarnesveg um mislæga lausn yfir Breiðholtsbraut. Í Kópavogi er kominn nýr hjólastígur meðfram hluta Fífuhvammsvegar. Framkvæmdum er að ljúka í Ævintýragarði í Mosfellsbæ en þar er nýr aðskilinn stígur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem tengir gamalgróin hverfi við Leirvogstungu. Áætlanir næstu ára Í ár hefjast framkvæmdir á uppbyggingu aðskildra göngu- og hjólaleiða sem mynda Norður-Suður ás þvert á sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sem verður vestan Hafnafjarðarvegar, vestan Reykjavíkurvegar og meðfram Strandgötu í Hafnarfirði. Við Strandgötu verða settir nýir aðskildir göngu og hjólastígar sem ná frá hringtorgi Strandgötu og Hvaleyrarbrautar að mislægum gatnamótum Strandgötu og Reykjanesbrautar. Framkvæmdir hefjast í ár. Framkvæmdir á undirgöngum við Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu hefjast í ár. Lögð er áhersla á að útfæra göngin á aðlagandi máta, þar spilar breidd gangnanna og lofthæð miklu máli til þess að þau verði sem björtust. Til stendur að hefja hönnun á stígum sem liggja vestan Reykjavíkurvegar frá Hjallabraut að gatnamótum Álftanesvegar og Reykjavíkurvegar, vestan Hafnarfjarðarvegar frá Hegranesi að gatnamótum Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar, vestan Hafnarfjarðarvegar frá Súlunesi að Borgarholtsbraut, í ár. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir næstkomandi haust eða í byrjun næsta árs. Fyrirhuguð Arnarnesgöng.Aðsend Hönnun á nýju stígakerfi við Ásbraut og að Hamratorgi er langt á veg komin. Stefnt er að framkvæmdum í haust. Uppbygging á aðskildum göngu- og hjólaleiðum sem mynda helstu stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu eru hafnar og mörg spennandi verkefni eru fram undan sem miða að því að gera fólki auðveldara að nota hjól sem samgöngutæki. Með frekari uppbyggingu góðra hjólaleiða má búast við að fleiri hjóli, sem er gott fyrir samfélagið, umhverfið og síðast en síst einstaklinginn sem kýs að hjóla! Höfundur er samgönguverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Tengd skjöl Stofnhjolaleidanet_Framkvæmdaráætlun_2022-A3_(2)PDF735KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Vegagerð Umhverfismál Hjólreiðar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Átakið Hjólað í vinnuna stendur nú yfir og margir hafa skráð sig til leiks. Hjólreiðar hafa marga kosti. Þær sameina hreyfingu og útivist og stuðla þannig að bættri heilsu. Sem ferðamáti eru hjólreiðar bæði skemmtilegar og hagkvæmar, enda njóta þær sífellt meiri vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Liður í því að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar á hjóli um höfuðborgarsvæðið er að fjölga góðum hjólaleiðum, þar sem öryggi vegfarenda er í fyrirrúmi. Vinnuhópur á vegum Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna hefur unnið að því að forgangsraða uppbyggingu á stofnhjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu sem heyra undir Samgöngusáttmálann, sem íslenska ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu haustið 2019. Markmið Samgöngusáttmálans er m.a. að stuðla að greiðari samgöngum og fjölbreyttum ferðamátum, með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Markmiðið með stofnhjólaleiðum er að útfæra hjólaleiðir sem ná yfir sem stærstan hluta höfuðborgarsvæðisins og tengja saman sveitarfélögin, helstu hverfi og atvinnusvæði. Sérstaklega var horft til samgönguhjólreiða við skipulagningu stofnhjólaleiðanna. Leiðirnar eiga að uppfylla viss skilyrði um hönnun og til að tryggja öryggi er hönnun hjólaleiðanna sett í umferðaröryggisrýni. Árið 2019 komu út hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar sem notast er við í hönnun stofnhjólaleiðanna. Með verklaginu er hönnun hjólaleiðanna samræmd sem tryggir ákveðin gæði á öllum stígum sem gerðir eru á vegum Samgöngusáttmálans. Talningar á hjólandi og gangandi vegfarendum voru gerðar til að hægt væri að meta hvar mesta þörfin væri á að aðskilja hjólandi og gangandi umferð. Í kjölfarið voru umferðarmestu staðirnir settir í forgang. Einnig var horft til þess hvar Borgarlínan kemur til með að liggja en gert er ráð fyrir að meðfram henni verði góðar göngu- og hjólaleiðir. Framkvæmdir á stofnhjólaleiðum Framkvæmdir við stofnhjólaleiðirnar hófust árið 2019 og nokkrum áföngum er lokið. Búið er að leggja stíga á um 5,3 km löngum kafla, og á þessu ári er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir sem ná yfir um 5 km í viðbót, ásamt því að farið verður í mislægar lausnir á borð við undirgöng og brýr. Í lok samningstímabilsins árið 2033 er áætlað að búið verði að leggja um 46 km af hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu með fjármögnun Samgöngusáttmálans, auk þess að byggja undirgöng og brýr sem hluta af hjólaleiðum. Stígar við Rauðagerði.Aðsend Eins og fyrr segir þá er markmiðið að leggja aðskilda göngu- og hjólastíga eftir lengri leiðum sem tengja saman hverfi og sveitarfélög. Nú þegar er það verk hafið: Nýlega var gerður nýr hjólastígur við Eiðsgranda í Reykjavík og til stendur að halda áfram með þann stíg að Mýrargötu í sumar. Þegar því er lokið verða komnir aðskildir göngu- og hjólastígar sem ná frá Granda að Seltjarnarnesi. Framkvæmdir vegna undirgangna við Litluhlíð lýkur senn. Til stendur að halda áfram með hjólaleið meðfram Bústaðavegi um undirgöng Litluhlíðar og eftir Skógarhlíð í sumar. Þegar þeim áfanga lýkur verða komnir góðir aðskildir göngu- og hjólastígar meðfram öllum Bústaðavegi. Framkvæmdir við Sprengisandssvæðið á Bústaðavegi standa yfir. Verið er að útfæra undirgöng fyrir gangandi- og hjólandi vegfarendur og nýir stígar verða lagðir sem tengja saman stígakerfi sem liggur um Elliðaárdal, Fossvogsdal, Bústaðaveg og norður fyrir Bústaðaveg. Seint á síðasta ári hófust framkvæmdir við gerð hjólastígs um Elliðaárdal frá Höfðabakka að Vatnsveitubrú. Til stendur að halda áfram framkvæmdum á þeirri leið sem nær suður eftir Elliðaárdalnum, á þessu ári. Einnig stendur til að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Dimmu í haust. Að endingu mun leiðin ná að Breiðholtsbraut og tengjast stígakerfi við nýjan Arnarnesveg um mislæga lausn yfir Breiðholtsbraut. Í Kópavogi er kominn nýr hjólastígur meðfram hluta Fífuhvammsvegar. Framkvæmdum er að ljúka í Ævintýragarði í Mosfellsbæ en þar er nýr aðskilinn stígur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem tengir gamalgróin hverfi við Leirvogstungu. Áætlanir næstu ára Í ár hefjast framkvæmdir á uppbyggingu aðskildra göngu- og hjólaleiða sem mynda Norður-Suður ás þvert á sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sem verður vestan Hafnafjarðarvegar, vestan Reykjavíkurvegar og meðfram Strandgötu í Hafnarfirði. Við Strandgötu verða settir nýir aðskildir göngu og hjólastígar sem ná frá hringtorgi Strandgötu og Hvaleyrarbrautar að mislægum gatnamótum Strandgötu og Reykjanesbrautar. Framkvæmdir hefjast í ár. Framkvæmdir á undirgöngum við Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu hefjast í ár. Lögð er áhersla á að útfæra göngin á aðlagandi máta, þar spilar breidd gangnanna og lofthæð miklu máli til þess að þau verði sem björtust. Til stendur að hefja hönnun á stígum sem liggja vestan Reykjavíkurvegar frá Hjallabraut að gatnamótum Álftanesvegar og Reykjavíkurvegar, vestan Hafnarfjarðarvegar frá Hegranesi að gatnamótum Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar, vestan Hafnarfjarðarvegar frá Súlunesi að Borgarholtsbraut, í ár. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir næstkomandi haust eða í byrjun næsta árs. Fyrirhuguð Arnarnesgöng.Aðsend Hönnun á nýju stígakerfi við Ásbraut og að Hamratorgi er langt á veg komin. Stefnt er að framkvæmdum í haust. Uppbygging á aðskildum göngu- og hjólaleiðum sem mynda helstu stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu eru hafnar og mörg spennandi verkefni eru fram undan sem miða að því að gera fólki auðveldara að nota hjól sem samgöngutæki. Með frekari uppbyggingu góðra hjólaleiða má búast við að fleiri hjóli, sem er gott fyrir samfélagið, umhverfið og síðast en síst einstaklinginn sem kýs að hjóla! Höfundur er samgönguverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Tengd skjöl Stofnhjolaleidanet_Framkvæmdaráætlun_2022-A3_(2)PDF735KBSækja skjal
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar