Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2022 10:01 Rúna Magnúsdóttir leiðtogaþjálfi og markaðs- og kynningastjóri SVÞ byrjar ekki aðeins daginn á klukkutíma hugleiðslu heldur einnig að gefa sér nokkrar mínútur í það á morgnana að ákveða hvaða ásetning hún vill setja inn í daginn. Rúna segir ansi magnað að byrja daginn á þessu en að ákveða ásetning dagsins var eitthvað sem hún byrjaði að gera í miðju Covid. Vísir/Vilhelm Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er fyrir langa löngu búin að venja mig á að vakna í kringum klukkan sex á morgnana. Þetta er svo mikill vani að ég er stundum að bíða eftir því að klukkan hreinlega nái því að verða sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Er orðin alvarlega háð því að taka um það bil 60 mínútna hugleiðslu í byrjun dags. Svo um miðjan COVID fór ég að stúdera máttinn í því að setja sér skýran ásetning inní daginn og hef verið að gefa mér að minnsta kosti nokkrar góðar mínútur til að ákveða hvaða ásetning ég vil setja inní daginn, það er ansi magnað að byrja daginn á því. Svo er það góður kaffibolli stundum tveir bollar, knús og spjall með mínum allra besta Óla áður en ég kasta mér inní verkefni dagsins.“ Hvað í daglegu lífi fær þig alltaf til að springa úr hlátri? „Það er sem betur fer svo ótalmargt sem fær mig til að grenja úr hlátri. Spjall í göngutúr með henni Bjarneyju vinkonu minni endar oft á því að það fer einn eða tveir dropar í buxurnar af hlátri, en okkur hefur dottið svo margt klikkað skemmtilegt í hug á þessum göngutúrum og framkvæmt í kjölfarið, til dæmis að miðaldra túttur að rúlla á raf-hlaupahjólum um landið sem varð að Roll Around Iceland verkefninu. Svo verð ég að viðurkenna að mér finnst í dag allt í kringum stereotýpur hrikarlega fyndið. Ég áttaði mig nefnilega á því ekki fyrir alls löngu að ein besta leiðin til að brjóta niður stereotýpur væri að hlægja af þeim. Eins og til dæmis þegar ég áttaði mig á því að ég gerði í einlægni ráð fyrir því að konur væru samvinnuþýðar, blíðar og góðir hlustendur og karlmenn væru sterkir leiðtogar… ég meina… þvílík steypa, þetta er auðvitað bráðfyndinn farsi að trúa á þessar stereotýpur, ekki satt?“ Rúnu finnst allt í kringum stereótýpur bráðfyndið enda byggi þær oftar en ekki á einhverjum farsakenndum hugmyndum. EIns og til dæmis karlmenn séu alltaf sterkir leiðtogar eða konur séu alltaf samvinnuþýðar og blíðar. Rúna segir bestu leiðina til að brjóta niður stereótýpu einfaldlega að gera grín og hlæja en eitt af því sem Rúna sérhæfir sig í sem leiðtogaþjálfi er að fólk festist ekki í einhverjum fyrirfram skilgreindum hugmyndum og boxum. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin framundan eru fjölbreytt að vanda. Hjá SVÞ er það vinna við spennandi stefnumótun og framtíðarsýn sem er framundan sem mér finnst alltaf hrikarlega gaman að vinna með. Þá er ég vinnan hjá #NoMoreBoxes The Transformational Movement í tengslum við útgáfuna á Manifesto-inu okkar um nýju útgáfuna af jafnrétti kynjanna að opna á spennandi möguleika. Manifesto-ið er að fá athygli og þegar búið að opna á ótal mörg tækifæri til að tala á alþjóðlegum ráðstefnum, hlaðvörpum og í öðrum miðlum, enda er þessi yfirlýsing um jafnrétti kynjanna fyrir marga mjög öðruvísi og langt út-úr-boxinu en aðrar jafnréttis yfirlýsingar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég nota dagatalið og ‘task’ fyrir daginn „akkoti“ mikið dagsdaglega. Hins vegar þegar ég er að vinna að stærri verkefnum vinn ég með endaútkomuna í huga og skipulegg mig aftur-á-bak. Til dæmis þegar að ég skrifaði bækurnar mínar þá setti ég niður dagsetningu þar sem bókin átti að koma út og skipulagði mig svo afturábak frá þeim tíma. Ég hef notað þess konar skipulagningu í stærri verkefnum, því að þannig hefur mér fundist ég hafa skýra sýn á framgangi verkefnisins.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Mér finnst geggjað að vera komin uppí rúm jafnvel fyrir klukkan tíu og vera komin inn í draumalandið um hálf ellefu. Oftast tekst það, en stundum ekki.“ Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01 Með nokkrar vekjaraklukkur í gangi og missir sig yfir Spice Girls Katrín Olafsson, einn eigenda nýja staðarins í Garðabæ 212 Bar & Bistro, segist hreinlega þurfa nokkrar vekjaraklukkur til að komast í gang yfir vetrartímann. 2. apríl 2022 10:00 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 „Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“ Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi. 12. mars 2022 10:00 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er fyrir langa löngu búin að venja mig á að vakna í kringum klukkan sex á morgnana. Þetta er svo mikill vani að ég er stundum að bíða eftir því að klukkan hreinlega nái því að verða sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Er orðin alvarlega háð því að taka um það bil 60 mínútna hugleiðslu í byrjun dags. Svo um miðjan COVID fór ég að stúdera máttinn í því að setja sér skýran ásetning inní daginn og hef verið að gefa mér að minnsta kosti nokkrar góðar mínútur til að ákveða hvaða ásetning ég vil setja inní daginn, það er ansi magnað að byrja daginn á því. Svo er það góður kaffibolli stundum tveir bollar, knús og spjall með mínum allra besta Óla áður en ég kasta mér inní verkefni dagsins.“ Hvað í daglegu lífi fær þig alltaf til að springa úr hlátri? „Það er sem betur fer svo ótalmargt sem fær mig til að grenja úr hlátri. Spjall í göngutúr með henni Bjarneyju vinkonu minni endar oft á því að það fer einn eða tveir dropar í buxurnar af hlátri, en okkur hefur dottið svo margt klikkað skemmtilegt í hug á þessum göngutúrum og framkvæmt í kjölfarið, til dæmis að miðaldra túttur að rúlla á raf-hlaupahjólum um landið sem varð að Roll Around Iceland verkefninu. Svo verð ég að viðurkenna að mér finnst í dag allt í kringum stereotýpur hrikarlega fyndið. Ég áttaði mig nefnilega á því ekki fyrir alls löngu að ein besta leiðin til að brjóta niður stereotýpur væri að hlægja af þeim. Eins og til dæmis þegar ég áttaði mig á því að ég gerði í einlægni ráð fyrir því að konur væru samvinnuþýðar, blíðar og góðir hlustendur og karlmenn væru sterkir leiðtogar… ég meina… þvílík steypa, þetta er auðvitað bráðfyndinn farsi að trúa á þessar stereotýpur, ekki satt?“ Rúnu finnst allt í kringum stereótýpur bráðfyndið enda byggi þær oftar en ekki á einhverjum farsakenndum hugmyndum. EIns og til dæmis karlmenn séu alltaf sterkir leiðtogar eða konur séu alltaf samvinnuþýðar og blíðar. Rúna segir bestu leiðina til að brjóta niður stereótýpu einfaldlega að gera grín og hlæja en eitt af því sem Rúna sérhæfir sig í sem leiðtogaþjálfi er að fólk festist ekki í einhverjum fyrirfram skilgreindum hugmyndum og boxum. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin framundan eru fjölbreytt að vanda. Hjá SVÞ er það vinna við spennandi stefnumótun og framtíðarsýn sem er framundan sem mér finnst alltaf hrikarlega gaman að vinna með. Þá er ég vinnan hjá #NoMoreBoxes The Transformational Movement í tengslum við útgáfuna á Manifesto-inu okkar um nýju útgáfuna af jafnrétti kynjanna að opna á spennandi möguleika. Manifesto-ið er að fá athygli og þegar búið að opna á ótal mörg tækifæri til að tala á alþjóðlegum ráðstefnum, hlaðvörpum og í öðrum miðlum, enda er þessi yfirlýsing um jafnrétti kynjanna fyrir marga mjög öðruvísi og langt út-úr-boxinu en aðrar jafnréttis yfirlýsingar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég nota dagatalið og ‘task’ fyrir daginn „akkoti“ mikið dagsdaglega. Hins vegar þegar ég er að vinna að stærri verkefnum vinn ég með endaútkomuna í huga og skipulegg mig aftur-á-bak. Til dæmis þegar að ég skrifaði bækurnar mínar þá setti ég niður dagsetningu þar sem bókin átti að koma út og skipulagði mig svo afturábak frá þeim tíma. Ég hef notað þess konar skipulagningu í stærri verkefnum, því að þannig hefur mér fundist ég hafa skýra sýn á framgangi verkefnisins.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Mér finnst geggjað að vera komin uppí rúm jafnvel fyrir klukkan tíu og vera komin inn í draumalandið um hálf ellefu. Oftast tekst það, en stundum ekki.“
Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01 Með nokkrar vekjaraklukkur í gangi og missir sig yfir Spice Girls Katrín Olafsson, einn eigenda nýja staðarins í Garðabæ 212 Bar & Bistro, segist hreinlega þurfa nokkrar vekjaraklukkur til að komast í gang yfir vetrartímann. 2. apríl 2022 10:00 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 „Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“ Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi. 12. mars 2022 10:00 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01
Með nokkrar vekjaraklukkur í gangi og missir sig yfir Spice Girls Katrín Olafsson, einn eigenda nýja staðarins í Garðabæ 212 Bar & Bistro, segist hreinlega þurfa nokkrar vekjaraklukkur til að komast í gang yfir vetrartímann. 2. apríl 2022 10:00
Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00
„Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“ Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi. 12. mars 2022 10:00
„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00