Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 19:10 Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni. Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni. Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni.
Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43