Kosningar í sýndarveruleika Anna Lára Steindal skrifar 6. maí 2022 19:01 Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun