Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2022 19:02 Samkvæmt yfirlýsingu Landspítalans átti Skúli ekki að vera í samskiptum við sjúklinga. Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. Forsvarsmenn Landspítalans höfðu lýst því yfir að læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, yrði ekki í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Það er Ríkisútvarpið sem greinir frá en fréttastofu RÚV barst á dögunum ábending frá sjúklingi sem sagði lækninn hafa sinnt sér og útskrifað af bráðalyflækningadeild. Í svari frá spítalanum segir að vegna manneklu og undirmönnunar hafi það komið fyrir, af og til, að læknirinn hafi sinnt sjúklingum en þá undir handleiðslu annars læknis, enda sé umræddur læknir, Skúli Tómas, aðeins með tamkarkað lækningaleyfi. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu vegna atvikana á HSS en fékk seinna takmarkað lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu. Fyrir neðan má finna svar spítalans í heild: „Í desember síðastliðinn var ákveðið að umræddur starfsmaður yrði færður til í starfi þar til skýrari myndi fengist af máli hans. Síðan þá hefur hann aðallega haft það verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Af og til koma hafa komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem umræddur starfsmaður sinnir sjúklingum á viðkomandi deildum en það er þá undir handleiðslu annars læknis enda er umræddur starfsmaður aðeins með takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni sem háð er tilteknum skilyrðum. Afstaða spítalans í málinu frá því í desember er óbreytt.“ RÚV greinir frá því að lögregla bíði nú eftir matsgerð dómkvaddra matsmanna en samkvæmt fréttum Vísis af málinu áttu þeir að hefja störf í janúar síðastliðnum. Eiga þeir að svara spurningum um meðferð, greiningar og umönnun þeirra sjúklinga sem rannsókn lögreglu varðar. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Forsvarsmenn Landspítalans höfðu lýst því yfir að læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, yrði ekki í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Það er Ríkisútvarpið sem greinir frá en fréttastofu RÚV barst á dögunum ábending frá sjúklingi sem sagði lækninn hafa sinnt sér og útskrifað af bráðalyflækningadeild. Í svari frá spítalanum segir að vegna manneklu og undirmönnunar hafi það komið fyrir, af og til, að læknirinn hafi sinnt sjúklingum en þá undir handleiðslu annars læknis, enda sé umræddur læknir, Skúli Tómas, aðeins með tamkarkað lækningaleyfi. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu vegna atvikana á HSS en fékk seinna takmarkað lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu. Fyrir neðan má finna svar spítalans í heild: „Í desember síðastliðinn var ákveðið að umræddur starfsmaður yrði færður til í starfi þar til skýrari myndi fengist af máli hans. Síðan þá hefur hann aðallega haft það verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Af og til koma hafa komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem umræddur starfsmaður sinnir sjúklingum á viðkomandi deildum en það er þá undir handleiðslu annars læknis enda er umræddur starfsmaður aðeins með takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni sem háð er tilteknum skilyrðum. Afstaða spítalans í málinu frá því í desember er óbreytt.“ RÚV greinir frá því að lögregla bíði nú eftir matsgerð dómkvaddra matsmanna en samkvæmt fréttum Vísis af málinu áttu þeir að hefja störf í janúar síðastliðnum. Eiga þeir að svara spurningum um meðferð, greiningar og umönnun þeirra sjúklinga sem rannsókn lögreglu varðar.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira