Leiguþak er eðlileg leið til að verja fólk fyrir oki markaðarins Andri Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 08:31 Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leigumarkaður Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun