Chelsea varði Englandsmeistaratitilinn þökk sé sigri á Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 13:00 Leikmenn Chelsea fagna með þjálfara sínum Emmu Hayes þegar ljóst er að titillinn er í augsýn þriðja árið í röð. Twitter@ChelseaFCW Chelsea er Englandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 4-2 sigur á Manchester United er lokaumferð deildarinnar fór fram. Arsenal endar stigi á eftir Chelsea eftir 2-0 útisigur á Dagný Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United. Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig. Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig.
Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira