Garðabær fyrir öll – líka fötluð Árni Björn Kristjánsson skrifar 8. maí 2022 14:30 Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Garðabær Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun