Okkar samfélag – Uppbygging í Garðabæ sem allir njóta Guðjón Pétur Lýðsson skrifar 8. maí 2022 19:30 Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun