Víkingar áttu að fá tvö augljós víti í gær: „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Víkingar áttu að fá tvö augljóst víti í Efra-Breiðholtinu í gær en varnarmenn Leiknis sluppu með skrekkinn hjá Þorvaldi Árnasyni dómara. S2 Sport Þorvaldur Árnason sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum í leik Leiknis og Víkings í Bestu deildinni í gærkvöldi og Víkingarnir þurftu svo sannarlega á þeim að halda í þessu markalausa jafntefli. Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn