„Við munum fljótlega fagna sigri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 14:09 Olena flúði hingað til lands frá Bucha við upphaf innrásarinnar. Vísir/Sigurjón Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira