Nick Cave missir annan son Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:12 Jethro Lazenby er frumburður Nick Cave. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli andláti Jethro. Vísir/getty Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019) Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019)
Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47