Fyrrum NBA-leikmaður skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 08:30 Adreian Payne með boltann í leik í NBA deildinni þegar hann spilaði með Minnesota Timberwolves. AP/Jonathan Bachman Adreian Payne lést í gær eftir að hafa verið skotinn til bana þar sem hann var staddur í Orlando í Flórída-fylki. Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022 NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira
Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022
NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira