Íslenska þríeykið í Bayern á glænýjum Audi Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 14:01 Þrír Íslendingar eru í liði Bayern sem fékk boð í höfuðstöðvar Audi í gær. Instagram/@fcbfrauen Eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli um helgina að Wolfsburg skyldi verða Þýskalandsmeistari fengu leikmenn Bayern München góðar fréttir í gær. Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam. Þýski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam.
Þýski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira