Íslenska þríeykið í Bayern á glænýjum Audi Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 14:01 Þrír Íslendingar eru í liði Bayern sem fékk boð í höfuðstöðvar Audi í gær. Instagram/@fcbfrauen Eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli um helgina að Wolfsburg skyldi verða Þýskalandsmeistari fengu leikmenn Bayern München góðar fréttir í gær. Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam. Þýski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika allar með Bayern og eru samningsbundnar félaginu næstu árin. Samningur Glódísar frá síðasta sumri gildir til ársins 2024 og þær Karólína og Cecilía fengu nýja samninga á þessu ári sem gilda til 2025 og 2026. Innifalið í samningunum eru fríðindi, til að mynda vegna samstarfs bílaframleiðandans Audi og Bayern, eins og sýndi sig í gær þegar leikmenn og þjálfarar fengu glænýja bíla afhenta. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Audi hefur undanfarin ár útvegað leikmönnum karlaliðs Bayern München Audi-bifreiðar, bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu, þó að ekki hafi þeir allir hlýtt þeirri reglu að aka þá aðeins um á Audi. Í fyrra hóf Audi svo að styðja við kvennalið Bayern og í gær fengu leikmennirnir að heimsækja höfuðstöðvar Audi í Ingolstadt til að ná sér í glænýjar bifreiðar. Íslendingarnir þrír voru þar á meðal. Í viðtali við heimasíðu Bayern á dögunum kvartaði Cecilía þó reyndar undan því hve erfitt væri að finna bílastæði í München og Glódís rifjaði upp skondna sögu af því þegar hún ók óvart yfir lestarteina en vonandi gengur þeim betur á nýju bílunum. „Þetta er fyrsti Audi-inn minn og ég fæ rauðan TT. Það er ekki hægt að byrja betur,“ sagði Lea Schüller eftir að hafa fengið sinn bíl en bílarnir sem voru afhentir voru af gerðunum Audi A1, A3 og TT. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Tímabilinu hjá Bayern lýkur um næstu helgi þegar liðið mætir Potsdam í München. Ljóst er að Bayern endar í 2. sæti en liðið er með 52 stig eftir 21 leik, fjórum stigum á eftir nýkrýndum meisturum Wolfsburg með Sveindísi Jane Jónsdóttur innanborðs. Bayern er níu stigum á undan næsta liði sem er einmitt Potsdam.
Þýski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira