Oddvitaáskorunin: Hélt hann myndi deyja í selveiði í Fljótavík Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2022 09:00 Á göngu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jóhann Birgir Helgason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhann Birkir Helgason, kallaður Bikki af því fólki sem ég ólst upp með en Jói af fólki sem ég vann með sem ungur drengur. Ég geng því undir þremur nöfnum og svara þeim öllum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði en flutti til Hnífsdals eftir nám og er því dalapúki. Ég er giftur Gabríelu Aðalbjörnsdóttur, hún starfar hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum á umboðsskrifstofu sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar. Saman eigum við þrjú börn og einn hund. Ég er menntaður byggingatæknifræðingur og starfa sem útibústjóri verkfræðistofunnar Verkís á Ísafirði sem mér finnst vera albesti vinnustaðurinn. Áður starfaði ég sem sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Ísafjarðarbæjar. Fjölskyldan. Ég á stóra fjölskyldu, er yngstur sex systkina, við erum fimm bræður og ein systir. Það hefur vafalaust oft verið erfitt hjá henni einni í þessum strákahópnum. Ég byrjaði tíu ára púki að vinna við smíðar hjá afa og bróðir mínum og vann við það öll sumur og lærði svo smíðar í Iðnskólanum á Ísafirði. Á 21 árs afmælinu mínu kynntist ég ástinni minni og hef búið með henni sl. 30 ár, fyrst í Reykjavík á námsárunum og svo í Hnífsdal. Ég varð fimmtíu ára síðasta sumar sem eru ákveðin tímamót og því var ágætt að taka nýtti áskorun og skella sér út í pólitík. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Til viðbótar við Hnífsdal mætti segja að ganga um Uxatindagljúfur, það er ótrúlega fallegt og gaman. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Gangstéttar sem ekki er hægt að fara um með hjólastóla og barnavagna. Hnífsdalur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hafa bílskúrinn hreinan. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var sektaður fyrir að aka ljóslaus, 17 ára gamall. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, sveppir, döðlur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli ég nefni ekki bara best of Pink Floyd eða bara Dark side of the moon með Pink Floyd í heilu lagi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Fyrir covid voru það 50, ætli þær séu ekki 30 í dag. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Þú ert ´d´rekinn. Hvað er þitt draumafríi? Gönguferð með konunni minni um Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Sá íslenski er Þröstur Jóhannesson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Skrýtnast á sem ég hef gert er líklega þegar bróðir minn og vinur tóku mig með sér þegar ég var 16 ára að veiða úthafssel í Fljótavík. Ég var með svo flotta lausn að hafa kanó með í för til að sækja selinn út á sjó þegar búið væri að skjóta hann. Ég hélt að ég væri að kveðja þennan heim þá. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það væri ekki bara hann Auddi (Auðunn Blöndal). Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Úff erfitt að velja en Forrest Gump vel ég, vegna boðskapar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? 101 Reykjavík. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) You Should Be Dancing með Bee Gees. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Jóhann Birgir Helgason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhann Birkir Helgason, kallaður Bikki af því fólki sem ég ólst upp með en Jói af fólki sem ég vann með sem ungur drengur. Ég geng því undir þremur nöfnum og svara þeim öllum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði en flutti til Hnífsdals eftir nám og er því dalapúki. Ég er giftur Gabríelu Aðalbjörnsdóttur, hún starfar hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum á umboðsskrifstofu sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar. Saman eigum við þrjú börn og einn hund. Ég er menntaður byggingatæknifræðingur og starfa sem útibústjóri verkfræðistofunnar Verkís á Ísafirði sem mér finnst vera albesti vinnustaðurinn. Áður starfaði ég sem sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Ísafjarðarbæjar. Fjölskyldan. Ég á stóra fjölskyldu, er yngstur sex systkina, við erum fimm bræður og ein systir. Það hefur vafalaust oft verið erfitt hjá henni einni í þessum strákahópnum. Ég byrjaði tíu ára púki að vinna við smíðar hjá afa og bróðir mínum og vann við það öll sumur og lærði svo smíðar í Iðnskólanum á Ísafirði. Á 21 árs afmælinu mínu kynntist ég ástinni minni og hef búið með henni sl. 30 ár, fyrst í Reykjavík á námsárunum og svo í Hnífsdal. Ég varð fimmtíu ára síðasta sumar sem eru ákveðin tímamót og því var ágætt að taka nýtti áskorun og skella sér út í pólitík. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Til viðbótar við Hnífsdal mætti segja að ganga um Uxatindagljúfur, það er ótrúlega fallegt og gaman. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Gangstéttar sem ekki er hægt að fara um með hjólastóla og barnavagna. Hnífsdalur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hafa bílskúrinn hreinan. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var sektaður fyrir að aka ljóslaus, 17 ára gamall. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, sveppir, döðlur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli ég nefni ekki bara best of Pink Floyd eða bara Dark side of the moon með Pink Floyd í heilu lagi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Fyrir covid voru það 50, ætli þær séu ekki 30 í dag. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Þú ert ´d´rekinn. Hvað er þitt draumafríi? Gönguferð með konunni minni um Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Sá íslenski er Þröstur Jóhannesson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Skrýtnast á sem ég hef gert er líklega þegar bróðir minn og vinur tóku mig með sér þegar ég var 16 ára að veiða úthafssel í Fljótavík. Ég var með svo flotta lausn að hafa kanó með í för til að sækja selinn út á sjó þegar búið væri að skjóta hann. Ég hélt að ég væri að kveðja þennan heim þá. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það væri ekki bara hann Auddi (Auðunn Blöndal). Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Úff erfitt að velja en Forrest Gump vel ég, vegna boðskapar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? 101 Reykjavík. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) You Should Be Dancing með Bee Gees.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira