Árni og Íris giftu sig árið 2020 aðeins tvö í lítilli kirkju en höfðu síðan í hyggju að halda stærðarinnar brúðkaupsveislu og athöfn með vinum og fjölskyldu ári seinna. Allt kom fyrir ekki því kórónuveirufaraldurinn skyggði á þessar fyrirætlanir þegar Íris greindist með COVID og varði hún „stóra deginum“ í einangrun.
Þau rötuðu í fréttirnar þegar vinir þeirra komu þeim skemmtilega á óvart og fluttu tónlistaratriði sem uppskar mikla gleði þrátt fyrir skrítnar aðstæður.
Árni Beinteinn er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Benedikt Búálfi og Skugga Svein. Þau eiga soninn Aron Beintein sem er tveggja ára og saman hafa þau gefið út plötuna Í eigin heim.