Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 10. maí 2022 15:02 Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Kompás Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun