Heilbrigðisþjónustan – við höfum fengið nóg! Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifa 11. maí 2022 08:16 Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Heilbrigðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun